Hef séð tvo nýja matreiðsluþætti nú undanfarið í sjónvarpi.
Annar þeirra er á Rúv í umsjá hennar Jasmín. Ég skil sumt af því sem hún segir og eldar hún örugglega ágætis kássur. Hefði samt gefið henni eins og tvö ár á ÍNN til að þjálfa sig betur.
Hinn matreiðsluþátturinn er á Stöð 2, og er meinfyndinn að mínu áliti. Þar eru umsjónarmenn Solla Græna og Dorritt forsetafrú. Mér varð litið á þennan þátt í gærkvöldi, og náði að "fóstra" kaldhæðnina og hrokann talsvert. Meðal annars var ég að missa það þegar Dorritt hrærði í einhverju salati með berum höndum með afar erótískum og einbeittum hreyfingum. Myndi hræra mér svona salat, ef eitthvað af hráefninu í það fengist á Austurlandi - utan við salt og pipar.
ps. Biðst afsökunar á að fjalla ekki um nýlega ákvörðun Ólafs Ragnar, stjórnlagaþing eða Arnþrúði Karlsdóttur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli