mánudagur, 26. september 2011

Bilað lið

Nú ber svo við að Ríkið vill fjármagna allar "stærri" framkvæmdir með því að stofna eignarhaldsfélög og leigja svo af sjálfu sér eignirnar.

Svona eins og ég myndi sjálfur stofna ehf. um hús mitt og skuldir, og leigja svo húsið mitt af sjálfum mér, og trítla svo um stræti Egilsstaða og monta mig af því að skulda ekki neitt. Bilun.

Þetta er mest absúrd leið sem hægt er að fara til að fela lántökur fyrir sjálfum sér. Sama leið og nokkur sveitarfélög sem voru undir handleiðslu Sjálfstæðisflokksins fóru á árunum fyrir hrun, með því stofna félagið Fasteign.

Nú vill vinstri stjórnin fara sömu leið og Álftaneshreppur, Reykjanesbær og fleiri fjármálaundur meðal íslenskra hreppa fóru svo eftirminnilega undir handleiðslu Sjálfstæðisflokksins.

Þrátt fyrir athugasemdir Ríkisendurskoðunar. Vill Steingrímur ekki láta segjast.

Frábær leið til að gera ríkisinnkaup ógagnsæ og vinaleg í gegnum sérstök eignarhaldsfélög, sem stjórnað verður af Alfreðum Þorsteinssynum framtíðarinnar. Frábær leið til að búa til árlegan óhagganlegan rekstrarkostnað á fjárlögum til eilífðarnóns. Frábær leið til að sökkva enn dýpra.

_________________

...og ekki nenni ég að minnast á þetta blessaða sjúkrahús sem á að byggja við N1 stöðina við Hringbraut.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn hefur margt á sinni samvisku varðandi rekstur sveitarfélaga, sem betur mætti fara. Það er hins vegar alveg óþarfi að kenna þeim um afreksverk Samfylkingarinnar og meðreiðarsveina þeirra á Álftanesi; að ekki sé talað um Hafnarfjörð!!

Króna/EURO