föstudagur, 23. september 2011

Jarmað í Fljótsdal

Fór með Fljótsdælingum að smala í gær. Fórum frá Laugará undir Snæfelli, þar sem búið er að byggja magnað hótel og hlaða potta með heitu vatni frá nátturunnar hendi. Algjörlega einstakt að hafa Snæfellið starandi á sig, sjá ofan í efri dalinn og hlusta á jarmið í nokkur hundruð kindum. Í góðu veðri. Svo var drukkið kaffi, dregið í sundur og farið heim.

Hver þarf að eiga myndavél, þegar hægt er að festa svona minningar í heilanum? :)

Engin ummæli:

Króna/EURO