miðvikudagur, 9. nóvember 2011

Snjórinn ekki vandamál, það er frostið

Bjarni Benediktsson var að útskrifast sem "enn einn snillingurinn á þingi" í gær, skv. þessari frétt. Skv. þeirri frétt segir hann á alþingi í gær: "Það er nú þannig með verðtrygginguna að ég held að hún sé ekki vandamál í sjálfu sér heldur verðbólgan,".

Það kemur mér ekki sérlega á óvart að svona hlutir séu sagðir á alþingi. Þetta er eins og að segja: "Það er ekki snjókoman sem er vandamál, heldur frostið. Án frosts snjóaði ekki heldur rigndi." Þetta er einstaklega gáfulegt, eða hvað? Maðurinn hlýtur að vera snillingur. Þurfum við í alvöru að greiða þessum manni laun?

Það er reyndar mín krafa að menn sem hafa ekkert að segja, þeir þegi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, fannst þér ekki verðtryggingin alveg svakaleg fyrir hrun? Að ekki sé nú talað um gengið.

ÞÚB

Einar sagði...

Jú mér fannst það og ég ritaði sérstaklega um það nokkra pistla - þakka þér fyrir að minna mig á það.

Nafnlaus sagði...

Er þá ekki verðbólga í löndum sem ekki hafa verðtryggingu? Mér finnst þú verða að útskýra betur hvað þú átt við, sérstaklega ef þú ásakar aðra um orðhengilshátt. Guðni

Einar sagði...

Held þú verðir einfaldlega að fatta þetta Guðni, eða ákveða að ég sé sama "fíflið", sem er by the way alls ekki svo ólíklegt.

Nafnlaus sagði...

Hahahah.. Guðni er með'etta! ;)

Góður og athyglisverður pistill hjá þér.

-Arna.

Króna/EURO