Ég velti því stundum fyrir mér hvort í alvörunni séu ekki til lausnir til að draga úr eða losna við verðtrygginguna á skömmum tíma.
1. Af hverju ekki að skattleggja alla verðtryggingu á húsnæðislánum sem bundin eru við vísitölu neysluverðs, svona ca.50%. Lántakendur fengju svo endurgreitt frá skattinum þau 50% sem ríkið hafði í tekjur af skatttökunni. Af hverju ekki? Þetta myndi skipta áhætunni af óstöðugu íslensku efnahagslífi milli lántakenda og lánaveitenda. Þessa lausn þarf enginn af 63 þingmönnum að efast um að sé lögleg, m.a.s. tiltölulega einfalt.
2. Af hverju ekki að banna öll ný húsnæðislán með verðtryggingu frá og með núna?
3. Af hverju ekki?
4. Ég veit að það myndi litlu breyta um fortíðina og í þessu felst engin leiðrétting. Framtíðin heldur hins vegar áfram. Verðum við ekki að gera ráð fyrir framtíðinni?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Af hverju?
The computer says no, I'm afraid.
ÞÚB
Sko.....þetta er bara eins og frábær karakter Jóns Gnarr sagði í prentauglýsingunni góðu: "AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT"
-Siggi Óla
:) Jú víst! og Nei þú! Sagði annar karakter sem Jón Gnarr lék í Næturvaktinni.
Verðbætur af verðtryggðum lánum eru skattlagðar í dag með 20% fjármagnstekjuskatti. Ætlar þú að bæta 50% við? M.v. þá verðbólgu sem er núna þá væri það rakinn díll að vera skuldari ef af þessu yrði. Skuldareigendur yrðu hins vegar í bullandi mínus raunávöxtun.
Ef menn telja verðtryggingu svona slæma þá ætti náttúrulega fyrsta skrefið að banna að gefa út ný lán.
Kv, Pétur
Lestu þetta aftur Pétur minn.
Skrifa ummæli