þriðjudagur, 13. nóvember 2012

Sveitarómagans greinar


Margoft hefur Sighvatur Björgvinsson skrifað ógeðis-grein í Fréttablaðið. Þar kemur glögglega fram mannfyrirlitning og sögublinda sem einkennir hrukkótta og afgamla leikhúshvíslara fjórflokksins. Þessir hvíslarar eiga það reyndar allir sameiginlegt að vera á framfæri almennings, þrátt fyrir að hafa verið meira til óþurftar en gagns í gegnum tíðina, og valdið óbætanlegum þjóðhagslegum skaða. Arfleifð þeirra er partur af okkar stóra þjóðfélagslega vandamáli og meini.Og í tímaleysi sínu á eftirlaunum gerast þeir sjálfskipaðir meistarar í að afvegaleiða umræður. Hlustum ekki á þessi gömlu typpi, sem taka of marga kippi.

Sighvatur skautar framhjá afar mikilvægum staðreyndum. Sú fyrri er að gjaldmiðill okkar verðtryggða krónan er skaðræðis gjaldmiðill og hefur komið í veg fyrir, frá því hún var tekin upp, að eignir verði til hjá almenningi í landinu. Verðtryggða krónan hefur orðið til þess að lántakar hafa borið allan kostnað af þeim aragrúa efnahagsmistaka sem hafa verið gerð undanfarin 30 ár. Hin staðreyndin er sú að á sínum tíma var tekið upp samtryggingakerfi (lífeyrissjóðakerfi) sem heldur þjóðfélaginu í gíslingu með því að ríghalda í verðtryggðu krónuna.

Sighvatur tekur upp á skopi, stælum og mannfyrirlitningu og er eins og margir aðrir íslenskir fábjánar; kemur af fjöllum vegna þess hvað við hin erum vitlaus að skilja ekki söguna sem hann tók svo rækilegan þátt í að skapa. Sveitarómagi af verstu sort.


.....og hana nú!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sjálfur af þessari kynslóð fæddur 1970 og þessi gagnrýni á algjörlega rétt á sér ég var sjálfur á sjó árin fyrir hrun og hafði ágætis tekjur það var ótrúlegasta fólk(fólk sem ég vissi að var með miklu minni tekjur en ég og ég meina miklu minni tekjur en ég) keypti bíla og húsnæði sem ég taldi mig engan vegin hafa efni á. ég var mikið hugsi yfir því hverng þetta fólk og þá er ég að tala um mikin meirihluta fólks gat haft efni á þessu. fólk einfaldlega veðsetti hús sín fyrir bílum, ferðalögum og þess háttar. Hann er að tala um þetta fólk, ég tek þetta einfaldlega ekki til mín. En þetta er satt. Fólk einfaldlega missti sig í glíngri og prjáli sem það hafði engan veginn efni á nema með óhóflegri skuldsettningu. Við skulum hafa það í huga að 16.000 manns voru komnir að fótum fram fyrir hrun þegar allt átti að leika í lyndi þeir voru um 24.000 eftir hrun.
EF ÉG TEK LÁN ÞÁ BORGA ÉG ÞAÐ Á ÞEIM FORSENDUM SEM MÉR VAR LÁNAÐ.
ég var ekki fullur eða í annarlegu ástandi þegar ég tók lánið.

ngocnhung sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ vận chuyển hàng đi lào và dịch vụ vận chuyển gửi hàng đi nhật vận chuyển gửi hàng đi canada cũng như dịch vụ mua hàng mỹ uy tín, giá rẻ.

Króna/EURO