sunnudagur, 23. júní 2013

Sátt um veiðiskatta

Nánast án fyrirvara er hægt að segja að engin sátt ríkir um veiðigjöld. Mörgum þykir sjálfsagt mál að útgerðarmenn greiði afnotagjald af auðlindinni.

Þar sem Íslendingar búa við miklar sveiflur á gengi krónunnar, vaxtastigi og afurðaverði á fiskmörkuðum þá hljóta veiðigjöld að þurfa að vera sveigjanleg upphæð. Það hljóta flestir að vera sammála um.

Aðrar atvinnugreinar búa við fastar stærðir. Þess vegna ætti auðlindageirinn að búa við slíkt hið sama.
Lang farsælast væri að setja ákveðin veiðiskatt í prósentum á veiddan afla. Veiðiskattsprósentuna vita þá allir fyrirfram til lengri tíma. Allar hugmyndir um að reikna út fast gjald á veitt tonn, eða að byggja á bókhaldstölum útgerða standast aldrei til lengri tíma í íslensku efnahagsumhverfi. Jafnvel væri hægt að byggja á sitthvorri hlutfallstölunni eftir tegundum. Við þekkjum líka að bókhaldstölur er hægt að sveigja til eftir hentisemi hverju sinni.

Ákvörðun um stærð veiðiskatta ætti að auki að heyra beint undir fjármálaráðuneytið, sem á að sjálfsögðu að ákvarða um alla skatta, en ekki undanskilja ákvarðanir um einstakar atvinnugreinar til annarra ráðuneyta.

Almenn sátt hlýtur að ríkja í samfélaginu um að náttúruauðlindir ber að skattleggja með einum eða öðrum hætti. Því hljóta stjórnarflokkarnir að vilja auka samstöðu um „veiðigjöld“, og tryggja að samstaðan nái út fyrir kjörtímabilið.

1 ummæli:

Bắc Kiều Phong sagði...

Chuyenhangvevietnam.com là đơn vị cung cấp tới quý khách hàng những dịch vụ uy tín, chất lượng và giá cả cạnh tranh nhất thị trường. Có thể tham khảo những dịch vụ của chúng tôi dưới đây:
- cho thuê xe tải 500kg tự lái
- vận chuyển hàng hóa bằng container
- vận chuyển ô tô bắc nam giá rẻ
- cho thuê xe tải tự lái theo tháng
- dịch vụ chuyển phát nhanh tại tphcm
- dịch vụ bốc xếp giá rẻ
- cho thuê xe tải tự lái theo ngày
- đơn vị chuyển phát nhanh cho shop online
- dịch vụ ship cod

Nếu có nhu cầu sử dụng dịch vụ của chúng tôi, vui lòng liên hệ hotline 093 9999 247 để được tư vấn miến phí kĩ hơn.

Króna/EURO