þriðjudagur, 25. júní 2013

Svarthol efnahagslífsins

Í dag hjálpaði ég góðum vini mínum að flytja síðustu og þyngstu hlutina út úr íbúðarhúsi sem nú er í eigu lífeyrissjóðs. Það var ekki góð tilfinning. Bújörðin fór á uppboð eftir að lögmaður hafði reynt að fá niðurfellingar til að hægt væri að standa í skilum. Þar sem um bújörð er að ræða áttu engar "frábærar" leiðir við fjölskylduna sem nú svæfi úti, nema fyrir velviljaða ættingja þeirra.

Þetta vinafólk er ég að hugsa um áður en ég reyni að sofna. Þetta fólk gerði sitt besta, og varð svo óheppið að fjármálakerfið hrundi yfir það. Enginn ráð eða leiðir voru mögulegar. Allar þeirra afborganir og ímyndaðar eignir voru teknar af þeim og sendar í svarthol íslensks efnahagslífs.

Eignirnar sem sogast hafa inn í svartholið, munu þeim aldrei verða bættar úr þessu.

Hefur Guð sagt bless við Ísland? Misskildi hann Geir?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Eignirnar sem sogast hafa inn í svartholið, munu þeim aldrei verða bættar úr þessu.

Hefur Guð sagt bless við Ísland? Misskildi hann Geir?"

Flott hjá þér Einar, Geir talaði um brimskfalinn en Guð hlustaði ekki á hann heldur þá, SAMT enn og aftur "Guð blessi Island"

Króna/EURO