Þegar ég sit að kveldi, og horfi næturbleikan himininn, þá
veit ég að nánast þriðja hvert handtak sem ég hef unnið um ævina hefur verið
gagnslaust og brunnið upp á verðtryggingarbáli.
Þegar ég gægist út um veðsett glerið í fallegri
sumarsólinni, þá veit ég að ég er af sjálfhverfu kynslóðinni sem erft hefur hið
fullkomna kerfi til að lifa af í nútímaheimi.
Um leið og tek upp kíkirinn sem ég fékk í fermingargjöf og
stari í augu ráfandi hreindýrstarfa verður mér ljóst að ég ætti ekki að gefa
mér tíma til að njóta náttúrunnar.
Á sama tíma rjúpukarrinn rífur næturkyrrðina og fuglasönginn
með undarlegum kokhljóðum sínum, þá opnast fyrir mér leyndardómur lífsins.
Verðtryggingin er kraftaverk! Þakka þér fyrir Sighvatur
Björgvinsson – og allir hinir, sem hafa komið þessu frábæra kerfi á laggirnar
sem ég er svo vanþakklátur fyrir. Guð megi hjálpa mér til þess að vinna fleiri
tíma í mánuði, svo hægt verði útbýta laununum í formi skatta til allra þeirra
sem vilja kalla mig sjálfhverfan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli