mánudagur, 15. júlí 2013

Gamalt lífeyriskerfi er nýtt

Í fréttum hefur komið fram að búið sé að semja um nýtt lífeyrissjóðskerfi, einungis sé formsatriði að klára málið.

Afskakið ef ég var staddur á tunglinu. Nýtt lífeyrissjóðakerfi án þess að það hafi komið fram í nokkurri almennri umræðu? Er það ekki svolítið einkennilegt í rökræðusamfélaginu okkar?

Eða er bara verið að gera breytingu á réttindum opinberra starfsmanna og laga þau að réttindum á frjálsum vinnumarkaði? Hvað á maður að halda?

Ég get ekki séð að neitt NÝTT sé við kerfið, enda engin kerfisbreyting verið kynnt. Hefði ekki verið réttara að í þessum fréttaflutningi hefði komið fram að breytingar verði gerðar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna en lífeyriskerfið sem slíkt sé ÓBREYTT.

Af hverju eru birtar svona fyrirsagnir? (Í nánast öllum miðlum)  Nennti enginn að lesa innihald fréttatilkynningarinnar, og afla upplýsinga um breytingarnar? Eða er bara búið að gera stórvægilegar breytingar á lífeyriskerfinu? Verður þá ekki að útskýra í hverju þær felast?

Engin ummæli:

Króna/EURO