þriðjudagur, 23. júlí 2013

Maður er nefndur

Ég man eftir allskonar pistlahöfundum í útvarpi. Nokkrum góðum. Þeir bestu hafa haft þann stíl að skrifa forskrúfaða, samansaumaða og jafnvel hnittna pistla um málefni líðandi stundar. Illugi Jökulsson og Karl Th. Birgisson voru meðal annarra fínir í þessu á sínum tíma. Þeir gátu verið, og þá sérstaklega Illugi óþolandi af rörsýni, og án allrar víðsýni. Báðir þessir nafngreindu menn aðhylltust kratískan eða vinstri hugsunarhátt, og var það ekkert verra en hvað annað - þeir fengu fólk til að hugsa. Það er aðalatriðið.

Þetta var ákveðið listform. Mesta listin er fólgin í því að gera háðskuna óþolandi.

Þetta hefur Hallgrímur Helgason náð að éta upp, og útfært listformið enn frekar. Þetta getur verið óþolandi, og jafnoft skemmtilegt. Fer eiginlega eftir því í hvað skapi hlustandinn er hverju sinni og hvort hann hefur gert íslenskt flokkakerfi að trúarbrögðum eða ekki. Ég get lofað ykkur því að listafólk af þessu tagi mun halda áfram að koma fram í útvarpi um ókomin ár, sama hvort það er hugsandi til hægri eða vinstri.

Aðalatriðið er að íslenskur rétttrúnaður innan íslenskra stjórnmálaflokka er að drepa okkur. Svo mjög að umburðarlyndið mælist negatíft. Meira að segja án þess að deilumálin mælist á hægri eða vinstri kvarða stjórnmálanna, í allt of mörgum tilfellum.

Við megum ekki láta eins og Hallgrímur Helgason hafi lesið Kóraninn á messutíma, þrátt fyrir að við séum mörg hver ósammála honum. Við verðum að geta lesið milli lína, og ákveðið með sjálfum okkur að fólk er ekki fífl og getur dregið þroskaðar og sjálfstæðar ályktanir af því sem það sér og heyrir í ljósvaka- og prentmiðlum.


1 ummæli:

truongmuunghenhan sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ gửi thuốc lá đi mỹ, gửi thực phẩm đi mỹ vận chuyển gửi nệm kymdan đi mỹ giá rẻ hay gửi quà tặng đi mỹ cũng như gửi tượng phật đi mỹ và vận chuyển gửi bàn ghế đi mỹ uy tín nhất.

Króna/EURO