fimmtudagur, 29. ágúst 2013

Olía á eld

Þeir sem vilja leggja af innanlandsflug til Reykjavíkur þurfa að koma með lausnir á neyðarsjúkraþjónustu við landsbyggðina. Þær eru eflaust fjölmargar. Til að mynda mætti koma upp alvöru spítala nærri Keflavíkurflugvelli, og nærtækara væri að koma upp tækjakosti, húsaskosti og starfsmönnum sem framkvæmt gætu þjónustuna á Akureyri. Tæknilega er allt mögulegt. Meira að segja gæti landsbyggðin orðið enn öflugri með Akureyri sem getumeiri þjónustukjarna. Þetta myndi meira að segja vera ákveðin lausn á dóminerandi borgríkisstefnu undanfarinna 30-40 ára.


Þeir sem vilja sjá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni verða að sjá rök landsbyggðarinnar um neyðarsjúkraþjónustu sem alvöru rök, og tala fyrir lausnum. Það er eina leiðin til að flugvöllurinn fari einhvern tímann úr Vatnsmýrinni. Að benda á vegalengdir í Osló er eins og að kasta olíu á eld, í Noregi eru nefnilega spítalar um allt land sem geta sinnt neyðarþjónustu, göng í hverjum firði og þyrlur í hverjum landshluta. Þar eru stærðir og þjónustustig öðruvísi um allt land.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Byggja hátæknisjúkrahús og Sjúkraflugbraut í t.d. hrauninu í Hfj, við úlfarsfell, grafarholt o.fl.

Mætti líka hafa sjúkraflugbrautir í vatnsmýrinni, þær taka mun minna pláss en þær sem fyrir eru.

Má líka hafa flugbrautir fyrir sjúkraflug á álftanesi, en þar liggur fyrir að klára eigi "hringveginn" með brú yfir skerjafjörðinn.

Fullt af fínum lausnum sem krefst ekki haturs á ungu fólki ;)

Megum ekki gleyma að það eru þó 13 ár til stefnu, nægur tími til lausna.

Kv,
Gunni

Króna/EURO