sunnudagur, 23. febrúar 2014

Flokksfélagadraslið

 Ég er löngu hættur að vera brjálaður, svekktur og pirraður vegna gjörða stjórnvalda á öllum tímum. Það er vonlaust að gera sér grein fyrir því hvernig loforð, stefna og stemming breytist í hugarheimi pólitískra átrúnaðargoða og átrúenda þeirra.

Vinstri stjórnin sem hafði stærsta umboð til efnahagslegra og stjórnskipunarlegra breytinga sem kjósendur hafa veitt stendur eftir í minningunni sem ríkisstjórn vonlausra og misnotaðra tækifæra þar sem innanflokksátök og misklíð ríkisstjórnarflokkana í stærstu málunum leiddi til pattstöðu og kyrrstöðu-málamyndana.

Afrek vinstri stjórnarinnar leiddu til fyrstu hreinu hægri stjórnarinnar á Íslandi. Framsóknarflokkurinn hefur fært sig svo langt til hægri í málflutningi að hægt er að leiða rökum að því að Sjálfstæðisflokkurinn sé nær miðju á hægri/vinstri ás íslenskra stjórnmála en Framsóknarflokkurinn. Grasrótarmenn sem gerðu Sigmund að framtíðarleiðtoga Framsóknarflokksins hljóta að fjarlægjast hann smám saman – enda hefur hann sýnt alla aðra Framsóknarmennsku en Framsóknarmenn eru vanir allt frá því hann sleit bernskuskónum sem formaður.

Núverandi ríkisstjórn hefur svikið alla flokksfélaga sína sem höfðu eytt mánuðum í málamiðlanir vegna Evrópusambandsins, það er eflaust gagnlausasta starf sem flokksgrasrótir Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar hafa unnið.  Það er furðuleg staðreynd að grasrótarhópar ríkisstjórnarflokkana skuli ekki mótmæla kröftuglega þeirri framgöngu sem orðið hefur í Evrópumálunum. Framgöngu sem virðist leið ósátta og harðari stjórnmála næstu árin. Framgöngu sem lýsir algjöru virðingarleysi við sannfæringar- og skoðanaheimi annarra.


Það hlýtur að vera jafn mikil móðgun við Evrópuandstæðinga innan ríkisstjórnarflokkana og stuðningsmenn við Evrópusambandið, að málamiðlanir almennra flokksmanna skuli að engu hafðar. Vill það einhver að starf stjórnmálaflokka, þ.e. landsfundir, flokksmálafundir, stefnufundir og kosningabarátta sé marklaus hugsjónavinna venjulegs fólks og eins og hvert annað drasl sem er hægt að henda í ruslið?

2 ummæli:

Doãn Đại Hiệp sagði...

Thanks for sharing, nice article!. Thank you
Chuyenhangvevietnam.com là một trong những đơn vị đi đầu trong linh vực vận chuyển hàng hóa toàn quốc, chúng tôi chuyên cung cấp tới quý khách hàng các dịch vụ như: cho thuê xe tải 500kg, vận chuyển container, vận chuyển ô tô bắc nam, công ty chuyển phát nhanh, dịch vụ bốc xếp, cho thuê kho, giao hàng nhanh, ship cod,... với chất lượng tốt nhất, uy tín, nhanh chóng và giá cả cạnh tranh nhất thị trường.

jadentajima sagði...

Harrah's Resort Southern California - Dr. MCD
Harrah's Resort Southern California. Address. 777 청주 출장마사지 Harrah's Rincon Way Valley Center, 경산 출장안마 92082. 상주 출장마사지 Phone 당진 출장샵 Number. 상주 출장샵 (760) 546-5000. Toll Free: 800-

Króna/EURO