miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Bíííb!

JÁ! Við unnum Pólverjana eftir þriggja gæsahúða leik. Við ætlum að spila um verðlaun og eigum séns.

Ný stjarna er fædd. Markvörðurinn okkar Björgvin Gústafsson var helsta stoðin í leik liðsins í dag. Eftir að hafa byrjað af svakalegum krafti reyndu Pólverjarnir af öllum lífs og sálarkröftum að jafna metin. Þeim tókst það ekki þrátt fyrir mikla baráttu.

Comment dagsins, Ólafur Stefánsson eftir leik:
"Hlutir að birtast sem áður voru hugsanir og tilfinningar."

varacomment dagsins, Ólafur Stefánsson eftir leik:

"Mér líður eins og Morfeusi."


vara-varacomment dagsins, Ólafur Stefánsson eftir leik:
"Bara crazy, æ þú veist, bíííb."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði einmitt að skrifa um þetta en þú komst þessu töluvert betur frá þér. Þessi maður er annaðhvort snillingur eða frá annarri plánetu og mér er í rauninni alveg sama því hann er frábær eins og allt landsliðið og sá sem kvartar einu sinni enn yfir markvörslu þá verður hann blííííb!

ást og virðing
Ómar Örn

Króna/EURO