Össur segir m.a. þetta í DV: „Ef ég væri fjárfestir í dag myndi ég verja peningunum í íslenska útrás á sviði orkumála....."
Sko...Össur þú ert ekki fjárfestir og þú átt ekki svo mikla peninga. Hins vegar hlýtur það að vera svo að ef íslenskir starfsmenn OR og LV búa yfir svo mikilli þekkingu að þeir geta bjargað heiminum þá hljóta einkaaðilar að kaupa þeirra þjónustu. Í guðanna bænum hættu að taka þátt í orkuútrás á vegum skattborgara. Við getum vel nýtt fjármunina hér heima.
Einhvert mesta vandamál íslensks þjóðfélags í gegnum tíðina hefur verið þegar stjórnmálamenn fá þráhyggju fyrir viðskiptahugmyndum.
Hér er dæmi um viðskiptahugmynd sem stjórnmálamenn fylgdu eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli