miðvikudagur, 31. desember 2008
Hreðjatak Boggu
Húsleit í Teymi takk
þriðjudagur, 30. desember 2008
Þórunnargigg
Eitthvert skemmtilegasta og fyndnasta fréttaefni ársins varð til að mínu mati þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók þátt í fyrstu misheppnuðu björgunaraðgerð ársins. Eftir að öllu hafði verið til kostað og ráðherrann hafði hlaupið um norðlenska grund í dramatískum tilburðum sínum til að bjarga dýrinu, þá kom allt fyrir ekki. Ráðherra hafði komið með einkaflugi í samkvæmið. Dýrið var skotið með leyfi umhverfisráðherra - þó hvergi sé gert fyrir því í lögum að sérstakt leyfi ráðherra þurfi til að skjóta ísbjörn. Besta fréttamyndin af atburðarásinni verður að teljast vera með meðfylgjandi frétt sem birtist í Fréttablaðinu, myndin sýnir umhverfisráðherra arka hröðum skrefum í átt að dýrinu. Í appelsínugulum innanundirbol ef til vill laus við brjóstahöld - enda slíkt óþarft í sveitinni.
mánudagur, 29. desember 2008
Áramótaávarp forsætisráðherra
þriðjudagur, 16. desember 2008
Að leita ráða.....
sunnudagur, 14. desember 2008
Skítasneið Þorgerðar
föstudagur, 12. desember 2008
Minn sjóður
Þeir sjóðstjórnendur sem hafa setið og hrært í súpunni í rúm fjögur kjörtímabíl vilja endilega að ég haldi áfram að fjárfesta í sjóðnum. Þeir telja sig hafa verið svikna og niðurstaðan tengist þeim vart með nokkrum hætti. Þeir séu jú einungis eins og býfluga í stormi - krækiber á frjálsum markaði, þeir geti ekki haft nein áhrif á heildarútkomuna. Þess vegna telja þeir sig vera traustsins verðir - vilja að ég treysti þeim fyrir tæpum 40% af tekjum mínum, og jafnvel barna, ófæddra barna og ófæddra barnabarna. En ég einhvern þráast við og hugsa með mér að betra sé að hafa menn við stjórnvölinn sem telja sig geta haft áhrif afkomu sjóðsins, Ríkissjóðs.
Ég á vinsamlegast að greiða hærra hlutfall af tekjum mínum í sjóðinn samkvæmt nýjustu útgáfunni af lögum og reglum. Enginn veit samt sem áður hversu mikið af skuldbindingum sjóðurinn hefur tekið á sig. Þó er vitað að um allmargar billjónir dollara er að ræða. Í ofanálag hefur mér verið tjáð að ég taki einn og sjálfur áhættu af öllum þeim áhrifum sem hrun íslensks efnahagslífs hefur á höfuðstól skulda minna. Þannig megi ég búast við því að höfuðstóll skulda minna hækki um 30-40% á næstu tólf mánuðum. Á sama tima verða eignir mínar í lífeyrissjóðum færðar niður um svipaða prósentutölu.
Mér er sagt reglulega að Fúsa liggi lífið á við að bjarga öllum þeim gífurlega miklu verðmætum mínum sem liggja í fjármálastofnunum ýmiskonar. Þrotabúavafningar ganga jafnvel kaupum og sölum vafningalaust með niðurfellingu skulda til bjargar fyrirtækjunum, starfsmönnunum og síðast en ekki síst eigendum. Mikill leyndardómur er fólgin í þessum björgunaraðgerðum, og slökkvilið Nýju bankanna neitar jafnvel að segja frá því í hvaða húsi var verið slökkva eld og hver hafi verið eigandi húsinns og hvaða umsjónarmanni hafi verið falið að sjá um það. Brunagóssið er jafnvel selt eða gefið á leynifundum - og fólkið í götunni fréttir ekki einu sinni af þeim.
Á nálægri stundu er stórskuldugur sjávarútvegurinn að semja um niðurfellingu skulda upp á tugi milljarða í Nýju bönkunum. Niðurfellinguna mun minn sjóður taka á sig, Ríkissjóður. Minn sjóður. Samt sem áður öðlast minn sjóður enga hlutdeild í auðlindum hafsins, því þessir menn eiga sérstakan rétt á því að eiga allan þann fisk sem lokkaður er upp úr íslensku hafi. Þessir menn eiga einkarétt á fisknum í sjónum í meira en þúsund ár. Samt er einhver að segja mér að ég eigi á hættu að glata fisknum í sjónum gangi Ísland í samband með þjóðum í Evrópu. Fyrirgefðu en mér er nánast sama hverjir eiga óveiddan fisk við Íslandsstrendur við núverandi skipulag. Ég sárvorkenni aðeins þeim hugsjónasjómönnum sem leigja veiðirétt á 250 krónur kílóið, og selja hvert kíló á 290 krónur. Í stað þess að leigja veiðiréttinn beint af mínum sjóði, ríkissjóði, þá hefur minn sjóður gefið ákveðnum hópi manna verðmætin. Skamm. Og hefur engar áætlanir um að sækja föðurarfinn aftur.
Skömmu eftir að ég borgaði 2000 krónur fyrir pylsu og kók á Kastrup var mér sagt að mikil tækifæri lægju í íslensku krónunni, leynd viðskiptatækifæri. Ég gapti af undrun, og þagði af vanþóknun.
Svo er mér sagt í útvarpinu af Steingrími Joð að 30.000 milljónir séu ekki svo mikið til eða frá við svona aðstæður - það liggur við að ég trúi honum. Þótt ég viti í hjarta mínu að það eru 6.000 ársverk vinnandi manna og kvenna.
fimmtudagur, 11. desember 2008
Smjörklípa í hveitið
þriðjudagur, 9. desember 2008
Ég vill kaupa Morgunblaðið
fimmtudagur, 4. desember 2008
Móri flissar
Fundurinn með geðstirða pabba olli litlu ráðalausu strákunum í þinginu vonbrigðum í dag. Það kom ekkert sérstakalega á óvart. Geðstirði pabbi neitar að trúa litlum strákum fyrir mikilvægum leyndarmálum bankamanna og býður pjökkunum að kyssa á sér rassinn.
____________________
Sama dag tilkynnir Valgerður um ímyndarleg einkavæðingar vandræði sín og skynjar að Framsóknarmenn voru um það bil að kasta henni á bálið. Hópur framsóknarmanna á Norðurlandi sem safnaði fylgilagi síðustu daga til að koma henni burt og vilja reka Finn Ingólfsson úr flokknum, getur því einbeitt sér að síðara atriðinu. Að tjaldabaki flissar móri.
____________________
Þennan dag verða stýrivextir í Vestur Evrópu lægri en þeir hafa verið undanfarna áratugi vegna fjármálakreppunnar. Vextir á Íslandi í verri stöðu hafa hins vegar aldrei verið hærri. Sú bjargfasta trú ríkir að vaxtastig dragi úr verðbólgu í landi þar sem gjaldmiðill hefur hrunið og fyrirtæki eru svo skuldsett að vaxtastig hefur beint áhrif á vöruverð og atvinnustig. Þennan dag má reikna með því að öll framlegð íslenskra fyrirtækja hafi farið í það að greiða vexti, verðbætur og vanskilavexti til lánastofnana.