sunnudagur, 14. desember 2008

Skítasneið Þorgerðar

Skemmtileg skítasneið sem Þorgerður Katrín lét falla í fréttatíma Stöðvar2: "Þeir sem eru að líta hýrum augum þangað [í formannsstólinn] eru að ofmeta eigið ágæti."

Skildi vera hægt að snúa setningunni upp á forystuna? Er einhver að ofmeta eigið ágæti þar? Er Flokkurinn ekki lýðræðisflokkur - þar sem lýðræðislegri umræðu og kosningum er fagnað? Var hún að staðfesta framboð Guðlaugs Þórs?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála þér þarna. Einmitt þessi setning stakk mig í augun (eyrun er væntanlega betri lýsing).

Forystuhollustan innan Sjálfstæðisflokksins hefur orðið svo rík eftir langa setu Davíðs að menn hafa misst sjónar á því sem raunverulega skiptir máli. Ég held að Þorgerður ofmeti eigið ágæti stórlega. Þessi ummæli eiga vafalaust eftir að fara í taugarnar á mörgum Sjálfstæðismönnum sem og öðrum venjulegum landsmönnum.

Króna/EURO