þriðjudagur, 30. desember 2008

Þórunnargigg


Eitthvert skemmtilegasta og fyndnasta fréttaefni ársins varð til að mínu mati þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók þátt í fyrstu misheppnuðu björgunaraðgerð ársins. Eftir að öllu hafði verið til kostað og ráðherrann hafði hlaupið um norðlenska grund í dramatískum tilburðum sínum til að bjarga dýrinu, þá kom allt fyrir ekki. Ráðherra hafði komið með einkaflugi í samkvæmið. Dýrið var skotið með leyfi umhverfisráðherra - þó hvergi sé gert fyrir því í lögum að sérstakt leyfi ráðherra þurfi til að skjóta ísbjörn. Besta fréttamyndin af atburðarásinni verður að teljast vera með meðfylgjandi frétt sem birtist í Fréttablaðinu, myndin sýnir umhverfisráðherra arka hröðum skrefum í átt að dýrinu. Í appelsínugulum innanundirbol ef til vill laus við brjóstahöld - enda slíkt óþarft í sveitinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veltist um af hlátri við að lesa þessa færslu, sérstaklega niðurlagið...

Nafnlaus sagði...

Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á tengingunni við brjóstahaldara eða brjóstahaldaraleysi umhverfisráðherra.

Erla Hlynsdóttir

Nafnlaus sagði...

Good tæms....Man hvað ég var glaður þegar ísbjörnin kom..var komin með upp í háls af jarðaskjalftafréttum...Hefði alveg verið til í að fá ísbjörn í nóvember..

magnús áskelsson

Króna/EURO