fimmtudagur, 4. desember 2008

Móri flissar

Fundurinn með geðstirða pabba olli litlu ráðalausu strákunum í þinginu vonbrigðum í dag. Það kom ekkert sérstakalega á óvart. Geðstirði pabbi neitar að trúa litlum strákum fyrir mikilvægum leyndarmálum bankamanna og býður pjökkunum að kyssa á sér rassinn.

 

____________________

 

Sama dag tilkynnir Valgerður um ímyndarleg einkavæðingar vandræði sín og skynjar að Framsóknarmenn voru um það bil að kasta henni á bálið. Hópur framsóknarmanna á Norðurlandi sem safnaði fylgilagi síðustu daga til að koma henni burt og vilja reka Finn Ingólfsson úr flokknum, getur því einbeitt sér að síðara atriðinu. Að tjaldabaki flissar móri.

 

____________________

 

Þennan dag verða stýrivextir í Vestur Evrópu lægri en þeir hafa verið undanfarna áratugi vegna fjármálakreppunnar. Vextir á Íslandi í verri stöðu hafa hins vegar aldrei verið hærri. Sú bjargfasta trú ríkir að vaxtastig dragi úr verðbólgu í landi þar sem gjaldmiðill hefur hrunið og fyrirtæki eru svo skuldsett að vaxtastig hefur beint áhrif á vöruverð og atvinnustig. Þennan dag má reikna með því að öll framlegð íslenskra fyrirtækja hafi farið í það að greiða vexti, verðbætur og vanskilavexti til lánastofnana.

 

____________________

Engin ummæli:

Króna/EURO