Átakafletir í þinginu eru margir. Landsbyggð vs. Höfuðborg - Ögmundararmur vs. ríkisstjórn - Sjálfstæðiflokkur vs. rest - Steingrímur og Jóhanna vs. þingflokkar - JÁkæra vs. Neikæra - Konur vs. karlar - Gamlir þingmenn vs. nýjir þingmenn - Kvótakerfissinnar vs. kvótakerfisandstæðingar - Hörð umhverfisvernd vs. náttúrugáleysi..... og svo mætt lengi telja. Þessir átakafletir skína í gegn.
Stærsta viðvörunin, þegar "trúður" var kjörin borgarstjóri í Reykjavík virðist stjórnmálunum gleymd. Það er eins og stjórnmálin biðji um að vera leyst af hólmi - svona eins og þau segi: "Plís, gerið Gnarr að forsætisráðherra Íslands."
Ég trúi því að Alþingi Íslendinga sé og verði jafn vanhæft til að fjalla um og kjósa um tillögur stjórnlagaþings til breytinga á stjórnarskránni og það hefur verið undanfarin misseri. Allir þeir prófsteinar sem lagðir hafa verið fyrir núverandi alþingi hafa brotnað í höndum þingmanna. Nánast allir hornsteinar Alþingishússins liggja sem brotnir prófsteinar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli