fimmtudagur, 14. október 2010

Saarí-inn sem forseta ASÍ

Velti stundum fyrir mér af hvort þessum gæja sé meira umhugað um alþýðuna eða fé alþýðunnar. Eða er bara búið að gelda hann? Af hverju er hann svo linur? Ætli ASÍ sé verndaður vinnustaður staðnaðs háskólafólks?

Þar sem Gylfi er annars vegar - er ekkert fé án hirðis, aðeins alþýða án hirðis.

Myndi styðja byltingu innan ASÍ, gæti trúað því að þetta fólk gæti orðið partur af slíkri byltingu.

Myndi styðja það sérstaklega að Þór Saari yrði næsti forseti ASÍ - samfara þingmennsku. Hann er þó með munn fyrir neðan nefið og algjörlega ógeltur.

(æj sorrí gleymdi að í ASÍ er ekki hægt að gera byltingu sökum þess að verkalýðshreyfingin í heild hugsar meir um orlofshúsaleigu en kaup og kjör)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá í 60 minutes um síðustu helgi að í USA hafa þeir í að gera upp umdeild skuldamál td. eftir fellibylinn Katrínu og nú BP olíuslysið, einn mann með óskorað vald (hann hefur fjölmennt starfslið). Ég veit ekki með Þór en mér dettur í hug Magnús Pétursson.
Ef allir sem málið varðar ákvæðu að sættast á slíka lausn þá hygg ég að mætti leysa þennan hnút.

Nafnlaus sagði...

Áður en hann réð sig til ASÍ var hann forstjóri Kaupás, sem á Nóatún og Krónuna og miklu meira.
- Merkilegt nokk þá kvartaði JÁJ eigandi Baugs og helsti samkeppnisaðili Kaupás sárlega yfir því að framkvæmdastjóri ASÍ og síðar formaður, virtist vera þar settur inn eingöngu til að tryggja Kaupás og tengdum aðilum sem stærstan hluta lána Lífeyrissjóðanna en í leiðinni að Baugur fengi sem minnst. - Þ.e. staðhæfðt var að Gylfi hafi aldrei verið í störfum fyrir ASÍ heldur allan tímann verið og sé ekki aðeins fv. forstjóri Kaupás heldur útsendari Kaupás til að ráðskast með fé lífeyrissjóðanna.

Nafnlaus sagði...

ertu ekki að grínast í mér, sérðu virkilega ekki í gegnum finnska hobbitan? Það er á tímum sem þessum sem lýðskrumarar spretta fram og lofa almenningi öllu fögru og einhverju sem ekki er mögulegt en hljómar vel.

Króna/EURO