"Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar, sem flutt er af öllum þingmönnum Samfylkingarinnar, um að fram fari heildarendurskoðun á lögum um landsdóm og lögum um ráðherraábyrgð."
"Má t.d. benda á að í Danmörku geta ráðherrar orðið ábyrgir vegna athafna undirmanna á grundvelli skorts á eftirliti og leiðbeinandi fyrirmælum."
"Ljóst er að æðstu embættismenn framkvæmdarvaldsins fara með vandmeðfarið vald og nauðsynlegt er að samhliða slíku valdi fari rík ábyrgð, enda bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum samkvæmt lögunum og stjórnarskrá. Því er nauðsynlegt að styrkja lög um ráðherraábyrgð og veita með því ráðherrum nauðsynlegt aðhald,"
2 ummæli:
Þetta er góð ábending, en ég skil ekki út af hverju þú blandar samfylkingunni eitthvað sérstaklega í þetta, það voru sjálfstæðismenn sem gáfu skít í þjóðina og sögðu að enginn ráðherra ætti að sæta ábyrgðar.
hver er þessi Jóhann?
Skrifa ummæli