föstudagur, 26. nóvember 2010

Er #1295 málið?

Ég man þegar símanúmerið heima var 1295. Síðan hafa þrír stafir bæst framan við.

Ef einhver frambjóðandi á stjórnlagaþing reynist með #1295 - þá hlýtur hann/hún mína kosningu.

Að öðru leyti ætla ég að velja fólk sem ég kannast lítillega við og treysti smá.

Þetta er svokallaðar persónukjörs kosningar. Við komum til með að sjá hvernig þær reynast.

Persónukjör og landið eitt kjördæmi virðist því miður vera sérstakt áhugamál of margra frambjóðenda.

Of fáir virðast því miður hafa áhuga á því hvernig kenningar Montisquieu um þrískiptingu valdsins gætu virkað best í reynd með breyttri stjórnarskrá?

Of fáir virðast velta því fyrir sér hvort við þurfum í alvörunni að hafa fjallkonu (forseta) í fullu starfi með full fríðindi og gríðarhá laun?

Of fáir virðast velta því fyrir sér hvernig megi bæta þjóðþingskosningar og jafna atkvæðamagn allra kjósenda, án þess að fara út í persónukjör?

Jæja annars er allt gott að frétta að austan. Frekar ólíklegt að við munum eiga einn fulltrúa á stjórnlagaþing, vona samt að það komist einn inn....?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sorry, lægsta númerið er 2061. Jafnara atkvæðavægi með litlu persónukjöri með: http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/917289/

Sigga Lára sagði...

Var að koma að sjónvarpstækinu og sé að Fljótsdalshérað er UNDIR í Útsvari!

Er allt að fara til fjandans þarna?

;)

Nafnlaus sagði...

hehhe... já þetta er allt að sökkva núna...

Útsvar er fallið... seinasta vígið kysst bless.

kv. E.Ben

Króna/EURO