laugardagur, 13. nóvember 2010

Í þakkarskuld við Eirík Jónsson

Ég ætla nú ekki að leyfa mér að segja að Eiríkur Jónsson sé vanmetinn blaðamaður.

Allir blaðamenn ná einhvern tímann á lífsleiðinni að láta gott af sér leiða, og gagnast lesendum/áheyrendum sínum með einhverjum hætti. Fyrir mína parta skulda ég Eiríki stórann greiða.

Það var einhverju sinni þegar Eiríkur var með viðtalsþátt á Stöð 2. Þangað komu hinir og þessir og voru yfirheyrðir að hætti Eiríks Jónssonar. Einhverju sinni, þegar þættirnir voru búnir að vera of lengi á dagskrá og greinilega var erfitt að fá viðmælendur í þáttinn, þá fékk Eiríkur í heimsókn einhverja konu. Konan var óþekkt með öllu, en hafði með sér vatnsskál, gillette rakfroðu og gillette raksköfu. Þar kenndi hún réttu handtökin við að raka sig. Og ég unglingur taðskeggjaður, horfði á þátt Eiríks fullur af áhuga, og lærði að raka mig.

Þetta er ritað feitum stöfum á hjarta mitt: ÞAÐ ER EIRÍKI JÓNSSYNI AÐ ÞAKKA AÐ ÉG KANN AÐ RAKA MIG.

Segið svo að Eiríkur Jónsson sé ekki mikilvægur blaðamaður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

andsk, missti af þessu á sínum tíma og hef aldrei lært að raka mig með raksápu. Nota bara vél og hef alltaf gert og er ekki jafn töff og alvörukarlmenn

hér er hins vegar önnur epík úr þættinum:
http://www.youtube.com/watch?v=Ri5iS6DIW4A

Nafnlaus sagði...

ég horfdi á eirík fraenda reyna segja med "straight face" um daginn í einhverju vidtali ad fólk saekji ekki ímynd sína í séd og heyrt, thar af leidandi hafi séd og heyrt ekkert ad gera med neyslufíkn íslendinga........ótrúlegt hvad fullordid fólk laetur út úr sér fyrir fínt jobb og laun.....hafdi einhverntíma smá virdingu fyrir manninum....sú tíd er lidin fyrir löngu.

Króna/EURO