miðvikudagur, 3. nóvember 2010

Lambakjöt á fæti

Festi kaup á fjórum lambakjötskrokkum á fæti nýverið. Svosum ekki í frásögur færandi, nema það er "slátrun" á morgun. Hef kynnt mér það helsta sem hafa ber í huga við dýradráp af þessu tagi og þegið góð ráð vinnufélaga míns sem telst vanur í heimaslátrun.

Vona að þetta hafi áhrif til lækkunar neysluvísitölu.

ps. Er að hugsa um að svíða ekki hausana.

Engin ummæli:

Króna/EURO