þriðjudagur, 30. nóvember 2010

Eitthvað um niðurstöður

Þessi frétt Skessuhorns um að þrír fulltrúar frá landsbyggðinni hafi hlotið kjör á stjórnlagaþing er athyglisverð.

Sérstaklega er hún umhugsanarverð fyrir nýja þingmenn stjórnlagaþings.

Sem betur er það nú svo að landsbyggð/höfuðborg er alls ekki svo stór breyta þegar kemur að því að skrifa stjórnarskrá. Hún verður alltaf hlaðin lýðræði og manngæsku.

Hættan við að stilla nokkurn tímann upp pólitísku kosningakerfi á þann prófkjörsmáta sem nú var gert, hlýtur að vera afskaplega hættulegt. Að mínu viti áttu öll atkvæði sérhvers kjósanda að hafa sömu vigt. Þá væri hægt að telja heildarfjölda atkvæða og hlutur landsbyggðar jafnast. Þ.e. meirihlutaræði verður ekki algjört, þá er tryggt að veikur minnihluti (eins og landsbyggðin) fái rétt hlutfall fulltrúa - þ.e. ef sá hópur kýs á annan hátt.

Að auki er ég ALLS EKKI viss um að vigtarmunur atkvæða hafi verið kynntur nógu vel til. almennings. Í það minnsta voru í það minnsta tveir kjörstjórnarfulltrúar EKKI vissir, er ég spurði þá út í þetta á kjörstað kl. 21:15 á kjördag. (þegar kjörstað var að loka) Ég spurði af því ég var ekki sjálfur viss. Öðrum kjósanda sem þar var staddur fannst þetta reyndar heimskuleg spurning, þar til hann heyrði svarið - það kom honum á óvart.

Það væri verðugt verkefni stjórnmálfræðinnar í Odda að rannsaka hvort úrslit kosninga hefðu orðið mikið öðruvísi ef vigt greiddra atkvæða milli frambjóðenda hefði verið jöfn.

Nýjir stjórnlagaþingsfulltrúar verða að vanda sig afar vel, þegar atkvæðavægi milli landsbyggðar og höfuðborgar verður jafnað. Það verður að gera þannig að tryggt sé að almenn sátt ríki til frambúðar um nýtt "system". Ég undirstrika að ég er afar sammála því að JAFNA verður atkvæðavægi í alþingiskosningum. Það er hrikalega ósanngjarnt að atkvæði margra landsbyggðarmanna vigti mun meira en annarra íbúa landsins. Tryggja verður að nýtt fyrirkomulag verði ekki undir ógnarvaldi meirihlutans, heldur fái minnihluti hlutfallslega jafn marga fulltrúa út úr kosningum.

Ég veit að 22 fulltrúar höfuðborgarinnar geta lagt til að Ísland verði eitt kjördæmi, en mig grunar að þeir hafi meiri visku en svo. Til eru aðrar leiðir.

Aðalmarkmið stjórnlagaþings hlýtur að vera að tryggja að kenningar Montesquieu um þrískiptingu ríkisvaldsins nái fram að ganga óheft í Íslandi, og bæta þar með íslenska stjórnskipan.

Svo vill ég benda á að Gunnar Hersvein vantar á stjórnlagaþing - það hefði verið notalegra að hafa vellandi viskubrunn þar innandyra.

Engin ummæli:

Króna/EURO