fimmtudagur, 10. febrúar 2011

Fangelsið á Eiðum


Fyrst að hugmyndir eru uppi um að gera fangelsi úr vinnubúðunum á Reyðarfirði, þá verð ég bara að koma með framhaldshugmynd - svona í gríni og alvöru.

Á Eiðum, 12 km frá Egilsstöðum var Alþýðuskólinn starfræktur svo lengi sem elstu menn muna. Þar er auðvelt að girða í kring. Tilbúið smíðaverkstæði, íþróttasalur, tugir glæsilegra herbergja (með gluggum sem auðvelt er að fest rimla), lítið notuð kirkja, mötuneyti, matsalur, sjónvarpsherbergi á öllum göngum, starfsmannahús, gamalt pósthús (fyrir smyglara), sundlaug og svo mætti endalaust telja. Hestaleiga er í grenndinni og því gætu fangar farið á hestbak í sunnudögum - því varla fá þeir heimsóknir svona langt frá höfuðborginni (eða er það misskilningur að brotamenn komi þaðan?)

Meira að segja mætti hugsa sér að glæpamenn vinni að viðhaldi húsanna og geri þau fallegri heldur en þau hafa orðið í meðförum núverandi eiganda (Jonni Sighvats).

Skv. mínum upplýsingum er brunabótamat húseigna á Eiðum um 300 millj. Svo er bara að kýla á það Ögmundur Jónasson.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta þykir mér frábær hugmynd!

Bjarni sagði...

Nóg er til af tómu húsnæði sem með litlum tilkostnaði væri hægt að breyta í nýtt fangelsi.
En venja Íslendinga er alltaf eins að í stað þess að nýta tóm húsnæði þá er ausið fjármunum til vildarverktaka til að reysa nýtt húsnæði.
Býst nú ekkert bjartsýnilega á að Ögmundur né nokkur annar dómsmálaráðherra hvers tíma úr 4Flokknum kýli á þetta. Þó svo að hugmyndin sé frábær og góð að þá finnst þeim nú alltaf best að hygla vinum og vandamönnum ef ausa á fé úr ríkissjóði í byggingar framkvæmdir.

Nafnlaus sagði...

neineinei, Ringo var að Eiðum í den, ekki skemma söguna, *snökt*

Nafnlaus sagði...

Fangelsi eru mjög sérhæfðar stofnanir og því getur reynst erfitt og kostnaðarsamt að breyta eldra húsnæði þannig að það uppfylli þessar ströngu kröfur. Svo er einmitt góð ábending að sagan og arfurinn er "skemmdur" við svona breytingar.

Fyndnast finnst mér að þeir treysti ekki íslenskum arkitektum fyrir verkinu. Við erum að fjalla um stétt sem nánast þurrkaðist út og glímir við viðvarandi atvinnuleysi sem leysist seint ef fer sem fram horfir.

Nafnlaus sagði...

En hugmyndin er mun raunhæfari en margar aðrar Einar.

Króna/EURO