miðvikudagur, 18. maí 2011

Veruleikafirring Fáskrúðsfirðings

Mikið er það ömurleg staðreynd að austfirskar hægrisinnaðar húsmæður, nokkrir hægrisinnaðir bændur úr minni sveit og mjög náinn ættingji hafi látið lífskúnstnerinn og einkaneyslufíkilinn Tryggva Þór Herbertsson plata sig til að kjósa sig á þing.

- Tryggvi telur sig ekki geta lifað á þingmannlaunum einum saman.

Tryggvi er enn að ljúga. Efri millistétt er ekki þeir sem geta ekki lifað af launum sem eru vel yfir meðallagi.

Amerísk skilgreining á "efri millistétt" hljóðar einhvernveginn svona: Þeir er hafa góða menntun og tekjur sem eru EKKI yfir meðallagi. Margir hverjir ráðgjafar, eða eru virtir að verðleikum sem fræði- eða fagmenn.

Að tilheyra efri millistétt fjallar um virðingarstiga og menntun frekar en laun eða ríkidæmi.

ERGO: Vandamálið hjá þér Tryggvi, er að þú ert ekki nógu skynsamur í eigin fjármálum. Þú lifir eins og kóngur og áttar þig ekki á stöðu þinni í lífinu. Þekkt fyrirbæri sem íslenska orðið "veruleikafyrring" nær að fanga svo auðveldlega og lýsir stöðu þinni ákaflega vel.


5 ummæli:

Aðalsteinn Agnarsson sagði...

Svo veruleikafirrtur er Tryggvi,
að hann vill ekki frjálsar handfæra
veiðar sem leysa byggða, fátæktar
og atvinnuvanda Íslendinga,
einar og sér!

Nafnlaus sagði...

Þeir sem efast um að Tryggvi Þór sé AMATÖR ættu að horfa á eftirfarandi

http://www.youtube.com/watch?v=lUpozAUCT4Q

Gætir þú hugsað þér að lána þessum manni pening ?

EKKI ég !!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Veit einhver hversu mörg fyrirtæki Tryggvi Þór hefur sett á hausinn?

Nafnlaus sagði...

Tryggvi segist borga með sér í þingmennskunni. Hvaðan skyldi það meðlag koma?

Guðjón sagði...

Tryggvi er ekki Fáskrúðsfirðingur. Hann er fæddur í Litlu Moskvu.

Króna/EURO