miðvikudagur, 15. maí 2013

Að vera svikinn...


Fyrir nokkrum árum fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis í kjölfar mestu hörmungar í efnahagslífinu í manna minnum. Samfylkingin og Vinstri flokkurinn unnu stórsigur. Jóhanna Sigurðardóttir kom fram upp úr kosningum með frasann "Skjaldborg um heimilin". Þessi setning í sér fyrirheit, risastórt loforð – sem forystan reyndi í hartnær tvö ár að efna með smáskammtalækningum, sem fáum reyndist „Skjaldborg“. 

Hver man ekki eftir löngum samningafundum um „skuldavandamál heimilana“, og hver man ekki eftir vonbrigðunum sem í kjölfarið komu. Ég man þetta vel, enda er ég ágætur kjósandi.

Örlög Samfylkingarinnar nú, sýna nákvæmlega hver örlög Framsóknarflokksins verða ef forkólfum hans tekst jafn hræðilega upp við að efna loforð sín og Samfylkingarþingmönnum á síðasta kjörtímabili. Loforð um „Skuldaleiðréttingu“ skóp stórsigur Framsóknaflokksins í nýafstöðnum kosningum. Loforð beggja flokka á báðum kosningum, eru af nákvæmlega sama toga – spurningin er aðeins hvort Framsóknarfólki tekst betur að spila úr stöðunni en Samfylkingunni.

Verst þykir mér þegar verstu „Skjaldborgarsvikarar“ Íslandssögunnar standa og hrópa „Úlfur! Úlfur!“ áður en samningaviðræðum um ríkisstjórnarsamstarf er einu sinni lokið, og ekkert hægt annað en giska á hvað formönnum tvíflokksins fer á milli.

Ég hef áður verið svikinn, og ætla að gefa mér góðan tíma í að verða svikinn aftur – verði um það að ræða. Uppslættir af þessum toga, eru sliga íslenska stjórnmálaumræðu og stefnir í hatrammari átök á Alþingi en nokkru sinni áður – ef allir halda uppteknum hætti.

Engin ummæli:

Króna/EURO