mánudagur, 27. maí 2013

Að vona

Nú veit ég ekkert um hvers vegna í ósköpunum ég er að vona að núverandi ríkisstjórn takist vel upp við að endurreisa íslenskt íbúðalánakerfi með tilheyrandi leiðréttingum. Ég bara skil ekkert í því hvers vegna ég vona að það eigi eftir að ganga vel við þessar aðgerðir.

Það er eins og ég vaði í villu míns vegar, ég hlýt að vera að vona eitthvað rangt. Það eru svo margir sem virðast vona að þetta eigi eftir að ganga illa, einhvern eins og að ákveðið fólk voni að silfurskeiðardrengjunum verði á í messunni og það komi í ljós að þeir voru í ruglinu allan tímann. Að þeir hafi bara verið í ruglinu eftir allt saman.

Ég verð bara að viðurkenna að ég vona að þessir menn og konur þarna í ríkisstjórnarflokkunum hafi sem mest rétt fyrir sér, því þá hlýtur eitthvað gott að gerast. Ef ég vonaði að þetta fólk hefði rangt fyrir sér, þá væri ég að vona að eitthvað slæmt gerist.

Annars hlýt ég að vera að vona eitthvað vitlaust, því auðvitað væri langbest að ekkert væri hægt að gera í stöðunni til að laga stöðu heimilisins.

Ég verð bara að vona, að hvað sem ég vona, þá voni ég fallega.

Engin ummæli:

Króna/EURO