sunnudagur, 19. maí 2013

Flokkur útvegsmanna


Það verður að segjast eins og er að ein stærstu mistök fráfarandi ríkisstjórnar voru að koma ekki á nýju skipulagi við innheimtu afgjalds fyrir fiskveiðiauðlindina, og það strax í byrjun. Augljóst er að það samstöðuleysi um fyrirkomulag sem fyrrverandi ríkisstjórn glímdi við kom í veg fyrir að hægt var að gera breytingar sem halda lengur en í nokkra daga frá því ný ríkisstjórn tekur við.

Hefði verið gerð grundvallar kerfisbreyting á skipulagi fiskveiða sem nú væri komin á þriggja ára reynsla er án nokkurs efa hægt að segja að þá hefði EKKI verið hægt að labba inn í ráðuneytið og fella niður afgjald af aflaheimildum með einu pennastriki.

Það var meðal annars með von um breytingar á fiskveiðilöggjöf og afgjaldi sem íbúar landsins studdu vinstri flokkana til stjórnar landsins. Það var ein af stóru breytunum.

Nú vildi ég svo innilega að vinstri stjórnin hefði staðið sig svo miklu betur, því þá hefði Flokkur útvegsmanna* ekki átt svo hæg heimatök núna.

*Þar er auðvitað átt við Sjálfstæðisflokkinn sem er ein af verðmætari eignum LÍÚ, og tengslin augljósari en tengsl Repúblikanaflokksins við Samtök byssuframleiðenda í USA.

Engin ummæli:

Króna/EURO