Mannanafnanefnd heitir eitthvert nafntogaðasta fyrirbæri
samfélagsins. Þar fer fram lífsnauðsynleg vinna við að rótargreina eðli mannanafna
og hvort er hægt að heita þeim eða ekki.
Það er mín bjargfasta trú að íslenskt þjóðfélag stefni ekki
til ragnaraka ef ákveðið verður að leggja nefndina niður. Þjóðskrá gæti fengið
að hlutverk að tilkynna „nafnasiðanefnd“ um afar einkennileg og mannskemmandi
nöfn sem gæti haft áhrif á líf barna til langframa.
Nöfn eins og „Svínka“ og „Snati“
kæmi þá fyrir slíka nefnd. Óþarfi er að anda ofan í hálsmálið á foreldrum, sem eru
nánast án undantekninga vel hæfir til að nefna börn sín. Verði nýstárleg nöfn
fyrir valinu hlýtur það að verða þróun á menningu okkar og sögu.
1 ummæli:
Mín skoðun er sú að Mannanafnanefnd er gott dæmi um peningasóun og það er í raun sorglegt hve mikill tími og orka virðist fara í störf nefndarinnar. Þess utan má benda á það að þjóðinni hefur farnast vel að gefa æskunni nöfn áður en þessi nefnd tók til starfa.
Skrifa ummæli