fimmtudagur, 28. nóvember 2013

Páll postuli

Rúv niðurskurðurinn hefur tekið á sig nýja mynd. Sagt er frá orðaskiptum Helga Seljan og Páls Magnússonar, úvarpsstjóra í þessari frétt á Visir.is.

Helgi Seljan gerði það sem margir hafa gleymt í umræðunni. Hann bendir á þá staðreynd að Páll fer þá leið að leggja upp í pólitíska refskák við yfirboðara sína. Páll fer þá leið að skera niður í útgjöldum með því að segja upp sem flestum dagskrárgerðarmönnum og uppsagnirnar eiga að mæta nær allri skerðingu á tekjum stofnunarinnar. Ekkert langtímaplan er lagt fram, engin ráðagerð um hvernig mæta eigi niðurskurðinum og mæta samt lögbundnu hlutverki. Það myndu allir góðir stjórnendur gera. Páll Magnússon hagar sér slóttuglega og má líkja niðurskurðaraðgerðum hans við það þegar stjórnandi spítala leggur niður bráðaþjónustu til að skapa pólitískan þrýsting.

Umræðan um ríkisútvarpið og niðurskurðinn þar er um margt farin að snúast um hverja hefði frekar átt að reka, hverjir eru skítseyði og um það hverju einstakir þingmenn hafa "hótað" í gegnum tíðina.

Nú vil ég benda á hið augljósa. Til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt þá þarf Rúv ekki að reka dægurflugu útvarpsstöðvar á borð við Rás 2, einfalt hefði verið að leggja hana niður tímabundið - eða alveg. Fréttatíma útvarps,veðurfréttir og landsmál væri vel hægt að spila og ræða á gömlu gufunni og endurspila á netinu. Hægt væri að sjá fyrir sér að stjórnendur Rúv hætti innkaupum á erlendu sjónvarpsefni, og hættu tímabundið að ráða inn í stöður sem losna. Með þeim hætti hefði mátt semja um hægfarari niðurskurð og sársaukaminni fyrir starfsmenn.

Páll Magnússon kaus hins vegar að fara í pólitískan þrýsting af gamla skólanum. Segja má að viðhorf hans hafi heldur betur breyst frá því hann hélt langa og sannfærandi fyrirlestra á árunum 1997-2000 um það hvernig leggja ætti Ríkisútvarpið niður. Þá vann hann reyndar fyrir Jón Ólafsson á Íslenska Útvarpsfélaginu.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Bara að benda á að Rás 2 hefur víst nær alltaf skilað RUV hagnaði! Eins ef að Illugi vill að þau auki aðeins auglýsingatekju þá verður það ekki ef að bara Rás 1 verði haldið gangandi þvi engin auglýsandi sem vill ná til fólks undir 50 ár myndi eyða peningum í að auglýsa á Rás 1.

nguyenhuong sagði...

Thanks for sharing, nice post!

Võng tự đưa hay võng tự động là một thiết bị được gắn trên chiếc võng xếp giúp đưa võng hoàn toàn tự động mà không cần tác động của người dùng với vong dua em be hợp lý. Đặc biệt, với máy đưa võng TS – sản phẩm may dua vong tự động thiết kế dành riêng cho em bé, đảm bảo trẻ ngủ thật ngon giấc. Và An Thái Sơn là địa chỉ bán gia may dua vong uy tín cho bé tại TP.HCM. Các bạn tham khảo thêm những meo giup be ngu ngon giấc cực kì đơn giản hay tác hại của việc ngồi máy tính nhiều bạn nên biết.

Đến với Bruno.vn - shop thời trang nam tphcm uy tín nhất, bạn sẽ có cơ hội lựa chọn những thương hiệu quần áo nổi tiếng cực sành điệu với kiểu áo sơ mi nam đẹp nhất cho nam giới cực phong cách, cá tính. Đến với Bruno, địa chỉ mua quần short nam rẻ cho nam giới cực uy tín hay mua quần jean đẹp ở đâu thì hãy đến với Bruno của chúng tôi. Tại đây có hãng quần bò nổi tiếng cho bạn lựa chọn hay các thương hiệu thời trang thế giới cực sang trọng. Bạn có thể lựa chon Thời trang UNIQLO chính hãng cực sành điệu hay hàng hiệu chính hạn tại hàng hiệu chính hãng thì hãy đến với Bruno nhé. Bạn muốn mua mẫu áo thun nam đẹp 2015 thì hãy đến với Bruno, bạn có thể lựa chọn cho mình những mẫu áo khoác nam đẹp với chất liệu bền kết hợp với những mẫu mẫu quần bò nam đẹp tha hồ cho bạn lựa chọn. Không những vậy, tại đây có bán quan kaki nam dep cực phong cách cho nam giới tại quần áo nam hàng hiệu chính hãng TP.HCM cực uy tín.

Những thực phẩm giúp đẹp da tại http://nhungthucphamgiupda.blogspot.com/
Thực phẩm giúp bạn trẻ đẹp tại http://thucphamgiuptre.blogspot.com/
Thực phẩm làm tăng tại http://thucphamlamtang.blogspot.com/
Những thực phẩm giúp làm giảm tại http://thucphamlamgiam.blogspot.com/
Những thực phẩm tốt cho tại http://thucphamtotcho.blogspot.com/

Króna/EURO