sunnudagur, 15. desember 2013

Glæpastefna ríksins

Svo virðist vera sem Alþingi Íslendinga líti á nauðganir, limlestingar, hrottafengið ofbeldi og morð nokkuð léttvægum augum. Sé litið til refsiramma og dóma héraðsdóma sem og hæstaréttar í þessum málaflokkum þá verður ekki annað séð en að þingmenn undangenginna ára séu nokkuð sáttir við þá dóma sem hafa fallið undanfarin ár. Því sárafáar úrbætur hafa verið gerðar ef hórerí er undanskilið, sem án vafa telst til léttvægari glæpa.

Þrátt fyrir að þegnar samfélagsins hafi reglulega látið í sér heyra vegna vægra refsinga í mörgum málum þá hefur gagnrýni helst beinst að dómstólum landsins. Alþingismenn verða að bregðast við með breyttri og harðari löggjöf séu þeir því fylgjandi að herða refsingar í fyrrnefndum málaflokkum.

Ég trúi því varla að margir helstu kvenréttindafrömuðir landsins, sem nú sitja margir hverjir á þingi, muni láta það óhreift að við barnaníð og nauðgunum liggi allt að því eingöngu skilorðsbundið fangelsi - eða þægileg betrunarvist í styttri tíma. Eins og staðan er núna þurfa nauðgarar nánast að ganga að konum dauðum án iðrunar til að hreyfa við þyngri dómum.

Gæti það verið að Alþingi Íslendinga geri ekki nóg til að draga úr ofbeldinu?

Ég er ekki að tala um að dómskerfið eigi að verða miskunnarlaust gagnvart unglingum og rónum - heldur að þingmenn sjái til þess að refsingar hæfi efninu. Glæpastefnu ríkisins þarf að endurskrifa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú fellur í sama gírinn og stjórnmálakonur þessa lands. Þú minnist ekkert á alvarlega glæpi eins og líkamsmeiðingar og manndráp, en ferð þess í stað strax að minnast á kynferðisafbrot sem eina alvarlega glæpinn í landinu sem beri að refsa fyrir.
Hvað með alvarlega líkamsmeiðingar, eða manndráp af gáleysi sem nánast eru refsilaus afbrot hér á landi?
Af hverju nefnirðu þessa flæpi ekki?

Nafnlaus sagði...

"Svo virðist vera sem Alþingi Íslendinga líti á nauðganir, limlestingar, hrottafengið ofbeldi og morð nokkuð léttvægum augum."

Þannig að augljóst er að ég hef nefnt alvarlegar líkamsmeiðingar. Hvað manndráp af gáleysi varðar þá ættu þau ekki að vera refsilaus.

kv. Einar

Króna/EURO