fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Flugskúrinn í Reykjavík

Kom við þarna á flugvellinum í Reykjavík um daginn. Synd að segja frá því að flugvallarhúsið á Vopnafirði er flottara en flugskúrinn í Reykjavík. Flagnandi málning, slitnar mublur og hávært ískrandi færiband - allt til þess að íbúar allra krummaskuða heimsins verði stoltir af flugvallarhúsi sinna heimkynna.

Mætti ekki að minnsta kosti fá Reykvíkingum að gjöf gamla færibandið sem var á Bakkaflugvelli? Spurning um að Árni Johnsen fari í það mál....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri ráð, að fara um krummaskuðin og safna flugskýlum sem var komið þar upp með ærnum tilkostnaði.

Patró, Krókurinn og Húsavík svona sem dæmi.

Varla nokkuð flug áþessa staði en fyrr þótti alveg ,,BRÁÐNAUÐSYNLEGT" að bæta aðstöðu ferðamanna í flugi.....bla bla bla aðstaðan væri ólíðandi vegna þess að .......bla bla
Rífa svo skúrinn á vellinum og moka brautunum út í Skerjafjörð svo búa megi til litlar eyjar þar fyrir skemmtibáta að sigla umhverfis á sumrin.

Flugstarfsemina mætti flytja suður til Keflavíkur. Þar kvað vera dægileg flugstöð.

Miðbæjaríhaldið

Króna/EURO