Er líka að spá í að kaupa morgunblaðið. Tilboð mitt felst í því að ég tek yfir 25 prósent af skuldum Árvakurs. Verð 100% eigandi hlutabréfa í félaginu. Legg svo hlutabréfin að veði í öðrum Nýjum banka fyrir láni sem ég nota til að auka hlutafé Árvakurs. Þetta yrði gert með fulltingi Æskan2 hf og ABC3 ehf.
þriðjudagur, 9. desember 2008
Ég vill kaupa Morgunblaðið
Máski leyfir Nýi bankinn mér að taka yfir Stoðir. Hann gæti afskrifað 85% af skuldum félagsins og ég gæti aukið hlutafé með lántöku frá EBÞ27, með ábyrgð frá EBÞ25 sem er með 25% ábekingshlutfalli frá RVA13. Svo gæti ég lagt fram skuldabréfavafninga frá Snerri3, Snerri4 og Snerri6. GuttiPett 101 ehf. yrði kjölfestufjárfestir í félaginu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég vil
ég líka
skora á þig að gera þetta opinberlega. Skrifaðu bankamálaráðherra. Hann fer með málið fyrir ríkistjórnarfund. Og þar verður þetta samþykkt. Ef ekki þá veit enginn af þessu vort sem er því það virðast engar fundargerðir vera gerðar. Og enginn man neitt daginn eftir.
Til hamingju.
Sæll Einar..
addressan hjá svokölluðum bankamálaráðherra sem reyndar veit ekkert í sinn haus er bgs@althingi.is hann hefur hvert sem er aldrei verið upplýstur um söluna þegar hún er gengin í gegn.. Annaðhvort er hann með Altzheimer eða er bara í jakkafataleik strákpjakkurinn,
Skrifa ummæli