miðvikudagur, 31. desember 2008

Húsleit í Teymi takk

Mogginn segir frá því að þetta svokallaða fólk sem stjórnar Teymi hefur sparkað forstjóra símafyrirtækisins TALS. Forstjórinn hafði gert þau afdrifaríku mistök að gera góðan samning fyrir fyrirtækið sem tryggði viðskiptavinum betri kjör. Þar sem Teymi er einnig eigandi Vodafone, gátu stjórnarmenn ekki þolað að TAL færði samninga sína þaðan til Símans. Vilja þannig hafa óeðlileg áhrif á samkeppni í landinu.

Ég býst við því að Samkeppniseftirlitið og lögreglan geri húsleit strax í dag til að kanna málið. Kanni hvort Teymi stundi viðskiptahætti sem eru ætlaðir til að draga úr samkeppni. Rökstuddur grunur er fyrir hendi og því hægt að fá dómsúrskurð um húsleit á mjög fáum hálftímum. Svona strákar - hott hott - af stað með ykkur. (svona af því ég stefni að því að lifa í siðaðra samfélagi)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrst þú stefnir að því að lifa í siðaðra samfélagi held ég að eina leiðin sé að flytjast til útlanda.

- Hlynur Þór Magnússon

Króna/EURO