fimmtudagur, 11. desember 2008

Smjörklípa í hveitið

Skemmtilegar umræður hafa skapast um kornrækt. Steingrímur Joð telur að kornrækt geti orðið til þess að atvinnulífið jafni sig. Páll Magnússon telur að meira þurfi til en kornrækt - og ályktar skynsamlega að enginn uppskera verði af korni Steingríms í janúar. Egill Helgason ályktar í framhaldi af þessu að Páll Magnússon sé á móti íslenskt ræktuðu korni.

Ég hef verið fjarlægur aðdáandi kornræktandans undir Eyjaföllum og fylgst með tilraunum og nýsköpun hans úr fjarska. Mér vitandi mun hann ekki uppskera korn í janúar, þótt honum kunni að hafa gengið vel að rækta korn síðastliðið sumar. Kornræktin undir Eyjafjöllum held ég að hafi ekki verið "point" Páls, heldur að róttækar aðgerðir þurfi til á sviði nýsköpunar. Þess vegna verður færsla Egils að teljast hjákátleg smjörklípa - smjörklípa sem dugar ekki til nokkurs baksturs.

Vonandi mun bóndanum á Þorvaldseyri takast að uppskera korn fleiri sumur svo fleiri megi feta í fótspor hans. Til gamans má geta að "Organic" korn er ræktað í grennd við Egilsstaði, hún byggist að miklu leyti á sjálfboðavinnu erlendra áhugamanna um sjálfbær samfélög.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu genginn í Framsókn gamli vin?

Ég kem af fjöllum :)

Einar sagði...

Skarpur.... :)

Króna/EURO