miðvikudagur, 11. mars 2009

Chilltime

* Þrátt fyrir að vera ekki frambjóðandi í prófkjöri ætla ég að rita nokkur orð.

Hér á Austurlandi snjóar talsvert. Snjókorn eftir snjókorn svífur saklaust til jarðar. Snjótittlingarnir sveima um í leit að æti. Traktorsgröfur skrapa kantsteina í eltingaleik við snjó sem gæti lokað götum. Héraðsdómur iðar af lífi og nærist á gjaldþrotabeiðnum og innheimtukröfum. Iðnaðarmenn frá Reykjavík éta lambakjöt í söluskálanum. Iðnaðarmenn frá Póllandi éta jógúrt í kaffiskúrnum. Vegheflar, beltagröfur og vörubílar standa í snyrtilegri röð merktir Lýsingu. Og fleiri og fleiri vita hvað það er að "chilla".

Engin ummæli:

Króna/EURO