Sko.
Eftir að hafa fylgst ágætlega með "þróun" stjórnmálanna á Íslandi undanfarna mánuði hef ég ákveðnar efasemdir um að nokkur stjórnmálahreyfing muni njóta nokkurs trausts eftir kosningar.
Því miður er það svo að öllum stjórnmálaflokkum er að mistakast sú endurnýjun sem þeim var falið framkvæma í kjölfar falls ríkisstjórnarinnar. Lítilsháttar andlitsbreytingar verður niðurstaðan hvað varðar forystu stjórnmálaflokkanna. Aðeins að litlu leyti hefur fjórflokkurinn sinnt þeirri skyldu sinni við endurnýjun, endurskoðun, stöðumat og sjálfsgagnrýni. Það er viðurkennd staðreynd að aðeins með algjörri sjálfsendurskoðun getur nokkurt félag eða einstaklingur reist sig úr öskustónni.
Hvað hef ég gert rangt?
Hverju þarf ég að breyta í eigin fari?
Hvað ætla ég að gera í framtíðinni?
Þetta eru þrjár lykilspurningar sem ég hefði viljað sá fjórflokkinn fara í gegnum. Fjórflokkurinn virðist þó fremur leitast við að slá sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um að hann hafi brugðist rétt við öllum aðstæðum á öllum tímapunktum.
Níðþungt, vafasamt og ólýðræðislegt valdakerfi er hins vegar það sem fjórflokkurinn skilur eftir sig. Þjóðarsátt er um að Alþingi (fjórflokkurinn) hefur brugðist hlutverki sínu og ekki tekið sér þá stöðu sem til var ætlast. Völd þingsins voru framseld eftirlitslaust til framkvæmdavaldsins, og það er bein afleiðing af hinu íslenska fjórflokkakerfi. Við þetta verðum við að horfast í augu við.
Til þess að þarna megi verða breyting á er aðeins tvennt í stöðunni. Að fjórflokkurinn gangi í gegnum massíva sjálfsendurskoðun, eða það sem einfaldara er að fjórflokknum verði riðlað.
Um tíma var ég nokkuð bjartsýnn á að kjósendur flykktust í félagsheimilin og stofnuðu með sér pólitísk samtök sem myndu riðla framkvæmdavaldi fjórflokksins. Sú von mín hefur veikst og er máttlaus þessa dagana. Einnig vonaði ég innilega að stórir stjórnmálaflokkar klofnuðu og stæðu uppi veikari þar sem að þeim væri sótt með sérframboðum úr öllum áttum.
mánudagur, 9. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hefur enginn boðið stjórnmálamönnum í meðferð við valdasýki?
Þeir hefðu margir gott af því að skoða 12 sporin frá AA.
Svör VG við spurningunum þremur:
1. Ekkert.
2. Smámunum miðað við D, B og S.
3. Halda áfram góðu starfi.
Skrifa ummæli