Vísitala neysluverð´s fyrir janúarmánuð var 334,8. Fyrir febrúarmánuð var vísitalan 336,5 stig og fyrir marsmánuð 334,5 stig.
Þetta er mikilvæg staðreynd, ennþá hefur ekki mælst verðbólga á þessu ári. Verðhjöðnunarskeið er hafið. Niðurstaðan er hins vegar kynnt á þann veg að verðbólga sé 15%, sem er alveg rétt sé miðað við síðustu tólf mánuði.
Það er einhver fáránlegasta staðreynd í hagstjórnun heimsins að á verðhjöðnunarskeiði hafi verið ákveðið að lækka hæstu stýrivexti heims á Íslandi um 1%. Sé miðað við yfirlýsingar ráðamanna að lækka stýrivexti ört í lægri þrepum - þá ætti að vera ástæða til að lækka um annað prósentustig á morgun, og svo næst á föstudaginn.
mbk
Einar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Láttu ekki svona. það er allt í lagi að seðlabankinn geri í brækurnar núna því Davíð er farinn.
En í fullri alvöru þarf að berja þetta inn í steingelda umræðuna.
Við höfum ekki efni á áframhaldandi eftiráhagstjórn.
Skrifa ummæli