föstudagur, 25. september 2009

Besti kunningjinn lifir af

Íslensk þrotabú, slitanefndir og skilanefndi eru eins konar viðbjóður.
Allt mögulegt er til sölu á Íslandi í dag. Verslunarlagerar, byggingarefni, bifreiðar, framleiðsluvélar, verkfæri, atvinnutæki, fasteignir, fyrirtæki, verðbréf og svo mætti lengi telja. Góssið sem selt er á spottprísum er hvergi auglýst. Engar verklagsreglur eru til um hvernig staðið skuli að sölu góssins. Aðeins yfirlýsingar um að allt skuli vera gagnsætt. Ekkert annað. Hafir þú áhuga á að versla kreppugóss, þá er einungis eitt sem getur hjálpað þér - að þekkja mann sem þekkir mann. Ekkert annað. Á Íslandi gildir ekki reglan "survival of the fittest" í viðskiptum - heldur hin séríslenska regla: "besti kunningjinn lifir af".

Hvenær fáum við að sjá lista yfir fasteignir í eigu Gamla eða Nýja Landsbankans, Gamla eða Nýja Kaupþings og Nýja eða Gamla Glitnis - sem eru og verða til sölu? Eða hefur það truflandi áhrif á kunningjasamfélagið?

Hvenær verða settar verklagsreglur fyrir skiptastjóra og slitastjórnir um hvernig beri að standa að auglýsingum á sölumunum þrotabúa? Þyrfti alþingi að setja lög um að slíkar sölur á munum verði að auglýsa í miðlægum gagnagrunni þrotabúa? Myndi það kannski hafa truflandi áhrif á kunningjasamfélagið?

Væri það of gagnsætt?

1 ummæli:

Króna/EURO