miðvikudagur, 23. september 2009

Fiskveiðiverktaka

Mætti ég kynna til leiks nýtt hugtak: FISKVEIÐIVERKTAKA

Lagabreytingar á löggjöf um stjórn fiskveiða væri auðveldlega hægt að framkvæma á haustþingi. Hægt væri með smávægilegum viðauka að úthluta aflaheimildum í tilraunaskyni á t.d. 30.000 tonnum af þorski til Ríkiskaupa. Úthlutunin gæti til frekari réttlætingar kallast aukaúthlutun til gjaldeyrisöflunar.

Ríkiskaup sæi svo um útboð til fiskveiðiverktaka sem gæfist kostur á að bjóða í verkið. Fiskveiðiverktakar gætu svo ráðstafað aflanum að eigin vild. Líklegast má telja fiskveiðiverktakar myndu vilja greiða fé fyrir að vinna verkið. Það fé mætti kalla sanngjarna auðlindarentu með verðmyndun á frjálsum markaði. Hægt væri að bjóða fiskveiðiverkin út í 1.000, 2.000 og 3.000 tonna skömmtum, til að byrja með og í tilraunaskyni.

Á komandi árum mætti svo setja reglu í lögin um ákveðna aflahlutdeild Ríkiskaupa sem færi stighækkandi á ákveðnum árafjölda, þar til hún er 100%. Einnig gæti komið fram í lögunum að samningar um fiskveiðiverktöku skuli vara í ákveðin tímabil, t.a.m. 1ár, 3ár, 5ár, 7ár og 10ár. Þannig gætu þeir fiskveiðiverktakar sem stunda hagkvæmustu veiðarnar boðið besta verðið per kíló í auðlindarentu. Þannig gætu fiskveiðiverktakar hlotið fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum út á fiskveiðiverktökusamningana, sé rekstraráætlun ásættanleg. Þannig gætu fiskveiðiverktakar aukið eða minnkað við sig heimildir milli ára. Einnig mætti hugsa sér fiskveiðiverktökusamninga á fleiri fiskitegundum en þorski. Á uppsjávartegundum mætti síðar hugsa sér gagnvirkt og sjálfvirkt uppboðskerfi, sem yrði of gallað og flókið að útskýra hér.

Kannski of sanngjarnt og of gagnsætt?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einar Þetta er ein ef ekki sú versta hugmynd sem fram hefur komið í sambandi við stjórn fiskveiða við landsinsstrendur og þó viðar væri leitað. T.d uppsjáfarveiðar ekki sjens. Annars er það hálfgerð tímaeiðsla að fara karpa um þetta hjá þér.

En gengur betur næst

Einar sagði...

Hvern ert þú að verja Jens = (nafnlaus)? Átt þú ekki einmitt stórra hagsmuna að gæta! Mig grunar það, eiginlega ekki mark á þér takandi í þessari umræðu. Maður eins og þú sem aðhyllist frjálsar markaðslausnir ættir að styðja leiðir á borð við þessa. En í guðanna bænum Jens, gangi þér bara áfram vel að selja uppsjávarafurðir.

Nafnlaus sagði...

Það er einmitt málið. Þeir sem eru kallaðir til þegar á að meta hugmyndir eins og þessar eru alltaf „sérfræðingar“ sem, sörpræs, eru stórir hagsmunaaðilar sem hafa mestan hag af því að viðhalda kerfinu svo þeir græði en þjóðin ekki.

Nafnlaus sagði...

Ég get fullvissað þig um að Jens er það ekki á þessum enda.
Jú ég á hagsmuna að gæta og það er vinnan mín ég vinn til sjós og hef gert í 17 ár og þykist hafa einhverja hugmynd um hvað þetta gengur út á. En Fasteignasali á og frá Egilstöðum sé það ekki fyrir mér að þú vitir mikið um málefnið sem þú ert að reyna tjá þig um hér á öldum veraldarvefsins. Ég held að svona mál verði að skoða frá öllum sjónarhornum þá líka okkar sem vinnu á gólfinu ef svo má segja en þetta gleymist ansi oft . Þess vegna væri gott fyrir þig að fara þó svo það væri ekki nema niður á bryggjusporð og míga og þá getur sagst hafa migið í saltan og verður þá að einhverju leiti trúverðugari fyrir mér og öðrum sjómönnum.
Eitt enn. Ekki leggja það í vana að setja nöfn á fólk nema að þú hafir eitthvað í hendi með að þetta standist.

Einar sagði...

Þakka þér fyrir innleggið, nafnlausi maður, sem á hagsmuni að gæta.

Þó að þú hafir dýft hlandi þínu sameiginlegt hafsvæði okkar, verð ég nú að meta það frekar ómálefnalegt að þú teljir að þeir sem starfa til lands, eða inn til landsins, megi ekki hafa skoðanir á fiskveiðistjórnun.

Mér til happs er ég reyndar ekki fasteignasali á Egilsstöðum, þótt það komi málinu lítið við.

Hvaðan ég sæki víðtæka þekkingu mína um fiskveiðistjórn, eru meðal annars fræðiverkefni og málstofur sem ég hef sótt um þessi málefni, auk þess sem ég hef hlustað á pólitískt karp um málefnið eins lengi og ég man eftir mér.

Að öðru leyti tel ég að þú ættir að færa rök fyrir máli þínu. Og jú ég ber virðingu fyrir störfum sjómanna, og veit jú að þeir munu hafa starfa af fiskveiðum hver svo sem á syndandi fisk í sjónum.

Króna/EURO