þriðjudagur, 29. september 2009

Allt fyrir umhverfið?

Í upphafi skyldi endinn skoða.

Talsvert hefur verið rætt í fjölmiðlum undanfarið um kosti umhverfisvænna orkugjafa fyrir ökutæki, þá helst Metan-gas og Rafmagn. Verðdæmi sýna ótvírætt að umhverfisvænu orkugjafarnir eru ódýrari, og spara gjaldeyri. Krafa hefur t.a.m. verið sett fram um að fella niður innflutningsskatta af rafmagnsbílum.

Gott og vel, gerum ráð fyrir að raf- og metanknúnar bifreiðar komist í almenna notkun. Gerum ráð fyrir að 30% bifreiða á Íslandi verði knúnar þessum orkugjöfum innan tíu ára. Þá stöndum við væntanlega frammi fyrir ákveðnu vandamáli - og það er: Hver borgar fyrir viðhald, endurnýjun og nýframkvæmdir á vegum landsins? Verða það ökumenn dísil og bensínbíla sem borga brúsann? Er það sanngjarnt? Við vitum jú að umhverfisvænar bifreiðar þurfa jafn mikið á góðum vegum að halda. Munu metan- og rafknúnar bifreiðar aka um á vegum landsins á kostnað "mengandi" þegna landsins sem greiða um 60% af hverjum eldsneytislítra til ríkisins.

Það væri ágætt ef strax í byrjun verði sett fram áætlun frá fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytinu um hvernig gjaldtöku "vegaskatts" verður háttað af umhverfisvænum bifreiðum í framtíðinni. Mun gjaldtakan fara stighækkandi eftir því sem umhverfisvænum bifreiðum fjölgar? Verður gjaldtaka setta strax á? Verður hún áfram engin? Hvert er planið? Væri ekki gott að eiga plan? Hvernig verður gjaldtaka þungaskatts af rafmagni útfærð?

3 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll Einar, nafni þinn Vilhjálmson kynningar fulltrúi Metan er með góða útskýringu á þessum málum á blogginu sínu.

Nafnlaus sagði...

60% af 60% er skattur og hefur ekkert með þjóðvegagérð að géra og hingað til (þar til fyrir ca 3 árum) hefur verið komið í veg fyrir notkun bíla sem ekki nota hefðbundið eldsneiti. Dæmi af rafbíl með mjög takmarkað notagildi var sama gjald og af leigubíl sem var ekið mörg hundruð þúsund kílómetra á ári. Og enn stendur í kerfinu að fá fólk til að nota díselbíla.
kveðja Tryggvi

Einar sagði...

Sæll Tryggvi,

það er útúrsnúningur að skattar hafi ekkert með þjóðvegagerð að gera. Við vitum jú báðir að þjóðvegir eru smíðaðir fyrir skattfé.

Þú mátt eigi misskilja mál mitt sem svo að ég krefjist tafarlausrar gjaldtöku af rafbílum og metanbílum, hins vegar er ljóst að þessir bílar þurfa jafn mikið á þjóðvegum að halda og aðrar bifreiðar. Ég vona hins vegar að notkun umhverfisvænna orkugjafa komi til með að stóraukast, og þá þarf væntanlega að vera til plan um hvernig gjaldtöku af þeim bifreiðum skuli háttað. Ekkert voðalega flókið mál Tryggvi.

Króna/EURO