sunnudagur, 20. júní 2010

Jaliesky Garcia Padron

Ég horfi á valda leiki í heimsmeistarkeppni Karla í knattspyrnu. Frekar skemmtilegt sport verð ég að segja.

Er frekar velviljaður Argentínu, Þýskalandi og Englandi.

Argentínu vegna þess að þeir spila frábæran fótbolta.

Þýskalandi, jú af því betri helmingur kemur þaðan - og jú svo er ég af þýskum ættum.

Englandi, ég veit ekki hvers vegna - en líklega held ég mest með þeim. Þekki nöfn flestra í liðinu og ákaflega þægilegt að halda með þeim.

Eitt er þó ljóst, að horfa uppá Emilie Heskey í ensku landsliði er líkt og var að horfa upp á Jaliesky Garcia Padron spila með íslenska handboltalandsliðinu - þ.e. ákaflega og sérstaklega pirrandi.

Engin ummæli:

Króna/EURO