mánudagur, 7. júní 2010

Pólitísk bangsapressa

Hef ekki upplifað mikla pólitíska pressu á Jón Gnarr borgarstjóra í Reykjavík, fram að þessu.

Er þó að finna fyrir síaukinni pressu á meistara Gnarr með hverjum deginum. Sjö ára sonur minn bíður óþolinmóður eftir ísbirninum. Hann segir: "En Jón Narrrr, sagði að þegar hann er borgarstjóri kemur ísbjörn." og svo segir hann: "Viltu koma með mér að sjá ísbjörninn þegar hann kemur?"

Verður maður ekki að segja já?

Ég geri ráð fyrir að fleiri börn í Reykjavík bíði óþreyjufull eftir bangsanum sem var lofað. Ef þú lofar barni bangsa, þá skal það fá bangsa.

Engin ummæli:

Króna/EURO