laugardagur, 11. september 2010

Að skrifa með saurbleki

Andri Snær Magnason skrifar þessa meinhæðnu grein í Fréttablaðið.

Okei, það virðist lítið mál fyrir Andra að fylla blekbyttu sína af saur og draga hann á pappír þar til 101 Reykjavík lyktar af bleki hins heilaga sannleiks - skítalykt.

Skrif Andra eru senn fyndin, kaldhæðin og barnaleg. Svona rétt eins og trúarofstæki - engin millivegur, alls engin málamiðlun. Aðeins sleggjudómar og fordómar, sé þefað betur af skítablekinu.

Tölulegar afbakaðar staðreyndir, vænisýki og skemmtilegur svartur húmor. Ágæt blanda og fín í skáldsögur og gamanþætti. Það var eins og vantaði setninguna "Nei djók." svona rétt í lokin. En hún kom aldrei - manninum er semsagt ALVARA.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Góðan daginn.

Hvernig er staðan fyrir austan?

Allt í blóma?

Einar sagði...

Já reyndar grænkar grasið ennþá, og vorið kemur á vorin og haustið á haustin.

Talsvert af nýju fólki frá Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Pétur Maack sagði...

Einar,

Farðu í rökin - ekki manninn.

Hvað er t.d. rangt af því sem hann segir um Helgúvíkurframkvæmdirnar?

Reykjanesbær byggði höfn og laug því upp á samgönguráðuneytið að hafa ætlað að borga hana.

Orkuöflun er ekki tryggð og byggir annars vegar á draumkenndum hugmyndum um nýtingu háhitasvæða og hins vegar orku frá virkjunum í Þjórsá sem er hvorki búið að samþykkja að byggja né semja um legu háspennulínu.

Það er ekki einu sinni búið að ljúka skipulagi svæðisins.

Gagnrýni Andra er rökföst og ekki sett fram á neinu rósamáli. Það er heldur ekki eins og þeir sem hann er að taka í gegn hafi verið sérlega vandir að meðulum eða orðavali.

kv.
Pétur Maack

Einar sagði...

Sæll Pétur,

það getur verið að ég taki fyrir rökin hér næst þegar ég hef tíma. Vandamálið er að fjöldi atriða er settur fram í greininni. Sum þeirra eru rétt, sum röng, sum fölsk og aðrar afbakaðar. T.a.m. tölulegur upplýsingur prósentuhækkanir á orkuframleiðslu í Þingeyjarsýslu! Síðan hvenær er Þingeyjarsýsla sem slík sérstakt orkulandsvæði? ERGO: Afbökun fyrir leikmenn.

Og hví hjólar Andri í hitaveitustjóra á Húsavík og kallar manninn jafnvel geðsturlaðan.

Náttúruvernd eru ágætis rök og ég tek mark á þeim. En að standa upp og kalla fólk geðsturlað og tala til þess með hroka og yfirlæti er ekki það sem ég hlusta á.

Ég elska íslenska náttúru, fuglana, vatnið og blómin - en get ekki tekið undir fanatíska hleypidóma um drómaheima og geðsýki.

Um Helguvíkurmálið veit ég lítið Pétur. En óþarfi finnst mér að kasta sandhaugum á víð á dreif.

mbk
Einar

Króna/EURO