Svona eins og litlir drengir sem gera allt það mögulega og ómögulega til ganga í augun á feðrum sínum.
Sambönd af þessu tagi er samfélagsskemmandi og koma í veg fyrir að drýgðar verði hetjudáðir við stjórn eða óstjórn landsins. Á þennan hátt hefur tekist að skapa eins konar "gömlukallaþjóðfélag" þar sem litlu kórdrengirnir syngja falskettur.
Það sama á við um Samfylkinguna sem er að verða ansi þreyttur saumaklúbbur. Þar reynir ekki lengur nein einasta kerling einu sinni að koma með góða köku á saumaklúbbskvöldin. Þar eru einungis lesin gömul prjónablöð, og kjaftað um hve Bogga hafi verið magnað prjónakvendi þótt allir hafi séð að hún kunni vart að telja lykkjur eða hvað þá lært garðaprjón.
Við búum í "gömlukerlinga- og gömlukarlaþjóðfélagi". Eða erum föst í lélegri sænskri bíómynd, þar sem bestu rökin sem færð eru fram eru: "Nei þú!"
Svei mér þá ef samfélagið er ekki komið með pípandi renniskít af öllu því maðkaða mjöli er það hefur í sig látið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli