fimmtudagur, 28. október 2010

Bingó Gröndal

Það eru litlu hlutirnir sem gleðja mig mest í lífinu. Þegar er lítið að gerast á maður ekki von á miklu.

Skellti mér í sveitabingó ásamt betri helmingnum í félagsheimilinu Iðavöllum í kvöld. Þar var meðal annars í vinning gulrætur, kartöflur, ferð til Færeyja og fleira. Ég hef aldrei verið góður í bingó, en náði þó að styrkja hestamannafélagið Freyfaxa um nokkra túskildinga með þáttöku minni.

Þetta er með skemmtilegri viðburðum sem ég hef komið á, þó fyrirfram hafi ég hiklaust sett hann á Topp 5 hallærislega listann. Hefði gefið talsvert fyrir að hafa vit á að hafa vídjókameru í farteskinu til að mynda "bingóstemmingu" í sveitinni.

Svo át ég fullt af kökum.

2 ummæli:

Birkir sagði...

Brútallinn kann vel að meta bingó. Það er langt síðan ég spilaði síðast. Ég mætti grimmt á bingóviðburði í Félagsheimilinu Félagslundi á Reyðarfirði á sínum tíma. Aldrei vann ég stórt en stundum vann eitthvað. Eldföst föt handa mömmu t.d., útimottu og stúlknaskauta. Nefndu það. Mér þótti undarlegt að vinna sjaldan, miðað við hversi grimmt ég tók þátt. Ég var einbeittur. Síðan varð ég vænusjúkur. Grunaði að einhver beitti bellibrögðum til að vinna stærra en ég eða bregða fæti fyrir vinningsmöguleika mína.

Vandlifað þá - vandlifað enn.

Einar Ben Þorsteinsson sagði...

Ég hef heyrt af þessu, að það hafi verið unnið persónulega gegn þér af hálfu bingónefndar Reyðarfjarðar.....

Króna/EURO