sunnudagur, 31. október 2010

Troðslur framundan?

Það eru ágætis fréttir að nýr ritstjóri hefur verið ráðinn á Eyjuna okkar. Vil ég nota tækifærið og óska Sveini Birki til hamingju með vel stigið skref.

Sveinn Birkir er mér ágætlega kunnur. Hann ólst upp í Fellabæ, sem er hinum megin við Lagarfljótið - frá Egilsstöðum séð og gekk hann meira segja svo langt að vera með mér í bekk.

Í mínum bekk var Sveinn Birkir bestur í körfubolta, og lærði hann m.a. mikið af Ívari Webster í körfuboltanum. Veit að hann mun eiga nokkur góð "slam dunk" á Eyjunni.

1 ummæli:

Birkir Vidarsson sagði...

Spurning hvort einhver muni blokka hann eða rídjékta honum þegar á loft er komið? Efast um það. Það mætti samt reyna. Hann vílar ekki fyrir sér að troða yfir menn sem eiga það í vændum. Shhhiiiiii.

Króna/EURO